Beiðni um umsögn um matsáætlun eldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri
Málsnúmer 202104145
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna tillögu að matsáætlun fyrir eldisstöð Rifóss á Röndinni á Kópaskeri. Meðfylgjandi erindi er greinargerðin "Eldisstöð Röndinni Kópaskeri - Tillaga að matsáætlun" sem unnin var af Eflu Verkfræðistofu og er dagsett 27.04. 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur að fyrirliggjandi tillaga að matsáætlun geri fullnægjandi grein fyrir framkvæmdinni. Ekki eru gerðar athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, fyrirhugaða gagnaöflun, úrvinnslu gagna eða fyrirhugaða framsetningu í frummatsskýrslu. Kafli 2.4.12 um förgun úrgangs er þó ófullnægjandi. Það er rekstraraðila að semja við verktaka um förgun/meðhöndlun sorps, en ekki verkefni sveitarfélagsins sem fyrst og fremst sinnir umsýslu með heimilissorp. Rökrétt væri einnig að í þeim kafla væri fjallað um seyru sem fellur til við hreinsun fráveitu. Þegar er í gildi deiliskipulag fyrir fiskeldi á lóðinni og uppbygging hafin í samræmi við ákvæði skipulagsins. Í matsáætlun er gerð nokkur grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur þegar samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu deiliskipulagsins í þeim anda sem fjallað er um í matsáætluninni. Eðli máls skv. er ráðið ekki í stöðu til að gera ráð fyrir að þær breytingar verði samþykktar. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 722/2012. Einstök mannvirki eru háð byggingarleyfum frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 113. fundur - 23.11.2021
Skipulagsstofnun hefur gefið út álit stofnunarinnar vegna tillögu að matsáætlun vegna eldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri. Álitið er dagsett 5. nóvember s.l.
Álitið lagt fram.