Bonn áskorun. Endurheimt skógarlandslags
Málsnúmer 202104158
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021
Landgræðslan og Skógræktin óska afstöðu Norðurþings til þátttöku í alþjóðlegu átaki um endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum innan sveitarfélagsins. Markmið er að skilgreina í skipulagi ákveðið flatarmál lands, þar sem stefnt sé að því að endurheimta birkiskóga samhliða annari fjölbreyttri landnýtingu. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að auka verulega þekju birkiskóga hérlendis til samræmis við svonefnda Bonn áskorun. Meðfylgjandi erindi er kort sem sýnir núverandi útbreiðslu náttúrulegra birkiskóga, ræktaðra skóga og landgræðslusvæða innan Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir að þátttöku í átaki um endurheimt birkiskóga á stórum samfelldum svæðum og landslagsheildum innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið er þó ekki eigandi að stórum landslagsheildum. Í því samhengi mætti engu að síður horfa til beitarfriðaðs land umhverfis Húsavík. Önnur þátttaka sveitarfélagsins gæti falist í endurskoðun ákvæða í aðalskipulagi Norðurþings til að auðvelda landeigendum þátttöku í átakinu og er ráðið reiðubúið að stuðla að slíkum breytingum.