Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd: Drög að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 202105021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021

Fyrir byggðarráði liggur vinnuskjal með drögum að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga
(lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), sem Umhverfis- og samgöngunefnd er að vinna með.

Í drögunum er leitast við að ná málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða varðandi málið án þess að missa sjónar að markmiðinu sem sett var fram í
þingsályktun nr. 21/150, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033.

Nefndin stefnir að því að taka málið aftur á dagskrá 12. maí og því væri hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fram að þeim tíma.


Lagt fram til kynningar.