17. júní hátíðarhöld 2021
Málsnúmer 202105066
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 92. fundur - 31.05.2021
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar 17. júní hátíðarhöld. Taka þarf ákvörðun um hvernig á að haga undirbúningi með tilliti til samkomutakmarkana.
Fjölskylduráð ákveður að halda ekki 17. júní með hefðbundnum hætti. Mikilvægt er að sveitarfélög sýni fordæmi varðandi fjöldasamkomur. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra streymisviðburð þar sem hátíðardagskrá fer fram.