Ósk um heimild til landvinnslu til undirbúnings trjáræktar
Málsnúmer 202105120
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 98. fundur - 25.05.2021
Árni Sigurbjörnsson fyrir hönd skógræktarfélags Húsavíkur óskar eftir að félaginu verði heimilað að vinna land undir gróðursetningu trjáa skv. landgræðsluskógasamningi sumarið 2021. Til stendur að halda áfram gróðursetningum í landi Saltvíkur austan þjóðvegar og í lúpínubreiðum í Grásteinsheiði. Meðfylgjandi erindi eru rissmyndir af fyrirhuguðum gróðursetningarsvæðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að tilgreint land verði unnið fyrir gróðursetningar sumarsins.