Áskorun frá Félagi atvinnurekenda um lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár
Málsnúmer 202106009
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 364. fundur - 03.06.2021
Borist hefur ályktun frá stjórn Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.
Fyrir árið 2021 var álagningarprósenta fasteignaskatts lækkuð á atvinnuhúsnæði úr 1,60% í 1,55%.