Samstarf Bríetar leigufélags og Norðurþings um uppbygging fjögurra íbúða
Málsnúmer 202106011
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 364. fundur - 03.06.2021
Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins og ræðir þann feril sem málinu er ætlað að komast í svo undirbúa megi uppbyggingu fjögurra leiguíbúða í sveitarfélaginu.
Byggðarráð fjallaði um verkefnið og forsendur mögulegrar uppbyggingar húsnæðis á Kópaskeri.
Byggðarráð Norðurþings - 384. fundur - 13.01.2022
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um baktryggingu leigugreiðslna fyrir minnst tvær íbúðir sem Leigufélagið Bríet hyggst byggja og leigja út á Kópaskeri. Fundargerð frá samráðsfundi um málið frá því í nóvember sl. er lögð fram til kynningar og umræðu þessu tengt.
Charlotta Englund sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Leigufélagið Bríeti um baktryggingu leigugreiðslna. Drög að samningi verði lögð fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Leigufélagið Bríeti um baktryggingu leigugreiðslna. Drög að samningi verði lögð fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð Norðurþings - 386. fundur - 03.02.2022
Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um leiguvernd á milli Leigufélagsins Bríetar ehf og Norðurþings.
Málið var á dagskrá byggðaráðs á fundi nr.384 þann 13.01.2022.
Málið var á dagskrá byggðaráðs á fundi nr.384 þann 13.01.2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Leigufélagið Bríet ehf., vegna tveggja íbúða á Kópaskeri.