Vegna merkinga á bílastæðum við Vínbúðina á Húsavík
Málsnúmer 202106047
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 100. fundur - 29.06.2021
Á 69. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 2. júní 2020 var tekið fyrir erindi frá Vínbúðinni á Húsavík varðandi merkingar á bílastæðum.
Bókun ráðsins var: Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en samþykkir að umrædd stæði verði merkt sem 30 mín. skammtímastæði milli klukkan 10 og 18.
Nú er búið að mála merkingar á bílastæðin og þarf ráðið að taka afstöðu til málsins.
Bókun ráðsins var: Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en samþykkir að umrædd stæði verði merkt sem 30 mín. skammtímastæði milli klukkan 10 og 18.
Nú er búið að mála merkingar á bílastæðin og þarf ráðið að taka afstöðu til málsins.
Til þeirra aðila sem málið varðar, ítrekar skipulags- og framkvæmdaráð samkvæmt samþykkt frá 69. fundi 02.06.2020 samþykkir ráðið að umrædd stæði verði merkt sem 30 mín. skammtímastæði milli klukkan 10 og 18. Ekki er heimild fyrir að merkja umrædd bílastæði með númeri húss og krefst ráðið þess að merkingarnar verði fjarlægðar án tafar á kostnað eigenda.