Fara í efni

Umræða um tillögu vegna SR lóðar

Málsnúmer 202106051

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 114. fundur - 15.06.2021

Sveitarstjóri óskar eftir umræðu um tillögu samþykkta af skipulags- og framkvæmdaráði um niðurrif fasteigna og tiltekt á SR-lóðinni á Raufarhöfn.
Til máls tóku; Kristján Þór, Hjálmar Bogi og Kolbrún Ada.

Sveitarstjóri gerir það að tillögu sinni að málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs, það unnið betur í samráði við hverfisráð Raufarhafnar m.t.t. tímalínu og hvort viðauki við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs verði tekinn til afgreiðslu í skipulags- og framkvæmdaráði áður en lengra er haldið. Ellegar verði gert ráð fyrir þessum kostnaði í rekstraráætlun eignasjóðs á árinu 2022.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 100. fundur - 29.06.2021

Á 114. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað vegna málsins;

Sveitarstjóri gerir það að tillögu sinni að málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs, það unnið betur í samráði við hverfisráð Raufarhafnar m.t.t. tímalínu og hvort viðauki við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs verði tekinn til afgreiðslu í skipulags- og framkvæmdaráði áður en lengra er haldið. Ellegar verði gert ráð fyrir þessum kostnaði í rekstraráætlun eignasjóðs á árinu 2022.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að undirbúa gögn sem miða að því að þetta verði boðið út og leggja fyrir ráðið á fyrsta fundi þess í september.

Byggðarráð Norðurþings - 438. fundur - 17.08.2023

Fyrir byggðarráði liggur að taka umræðu um næstu skref í málefnum SR- lóðar á Raufarhöfn, eins og kunnugt er gekk ekki eftir að selja eignirnar eins og áformað var.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá uppfærðar kostnaðartölur í að lágmarka þá foktjónshættu sem eignirnar skapa.