Ósk um lóðarstofnun fyrir eyðibýlið Þórunnarsel út úr landi Syðri Bakka
Málsnúmer 202106086
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 101. fundur - 06.07.2021
Egill Egilsson og Eyrún Egilsdóttir óska eftir samþykki fyrir stofnun 21,6 ha frístundalóðar og útskiptum hennar úr landi Syðri Bakka. Einnig er þess óskað að heiti lóðarinnar verði Þórunnarsel með vísan til þess býlis sem á lóðinni stóð. Með umsókn fylgir hnitsett lóðarblað unnið hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarspildunnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni. Landspildan fái nafnið Þórunnarsel.
Byggðarráð Norðurþings - 367. fundur - 08.07.2021
Á 101. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarspildunnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni. Landspildan fái nafnið Þórunnarsel.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarspildunnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni. Landspildan fái nafnið Þórunnarsel.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.