Starf framkvæmda- og þjónustufulltrúa
Málsnúmer 202106130
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 366. fundur - 01.07.2021
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að staða framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings verði auglýst. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að leggja fram drög að starfslýsingu sem og formlegri auglýsingu til umræðu og staðfestingar á næsta fundi byggðarráðs. Æskilegt er að ráðið verði í stöðuna eigi síðar en 1. september nk.
Greinargerð:
Samkvæmt munnlegum heimildum úr stjórnsýslu Norðurþings hefur framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings sagt starfi sínu lausu og mun hætta í lok ágúst. Í ráðningarferli er mikilvægt að hafa góðan tíma og vanda vel til verka. Undirritaður vill nota tækifærið og óska Gunnari Hrafni Gunnarssyni, framkvæmda og þjónustufulltrúa Norðurþings velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Undirritaður leggur til að staða framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings verði auglýst. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að leggja fram drög að starfslýsingu sem og formlegri auglýsingu til umræðu og staðfestingar á næsta fundi byggðarráðs. Æskilegt er að ráðið verði í stöðuna eigi síðar en 1. september nk.
Greinargerð:
Samkvæmt munnlegum heimildum úr stjórnsýslu Norðurþings hefur framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings sagt starfi sínu lausu og mun hætta í lok ágúst. Í ráðningarferli er mikilvægt að hafa góðan tíma og vanda vel til verka. Undirritaður vill nota tækifærið og óska Gunnari Hrafni Gunnarssyni, framkvæmda og þjónustufulltrúa Norðurþings velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Undirrituð óska bókað;
Sveitarstjórnarfulltrúar hafa tilteknu hlutverki að gegna þegar kemur að starfsmannamálum. Það hlutverk lýtur til að mynda að því að setja starfsmannastefnu og launastefnu, ásamt því að hafa eftirlit með því að stjórnsýslan starfi með eðlilegum hætti.
Starfmannaauður sveitarfélagsins hefur einna mest um það að segja hvernig og hversu vel sveitarfélagi tekst að sinna verkefnum sínum. Sveitarstjóri er æðsti yfirmaður starfsliðs sveitarfélagsins eins og kemur fram í 53. gr. samþykkta Norðurþings, sem slíkur þekkir hann einna best til mannauðsins og hæfni hans. Undirrituð bera fullt traust til þeirrar ráðstöfunar sem sveitarstjóri vinnur nú að varðandi tímabundna ráðstöfun þar sem núverandi starfsmaður sveitarfélagsins mun sinna starfi framkvæmda- og þjónustufulltrúa á næstu mánuðum. Að þeim tíma liðnum verður starfið auglýst.
Benóný Valur, Helena Eydís, Kolbrún Ada og Kristján Friðrik