Ósk um kaup á hluta gömlu slökkvistöðvarinnar á Raufarhöfn
Málsnúmer 202107018
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 101. fundur - 06.07.2021
Fyrir liggur ósk um kaup á hluta húsnæðis gömlu slökkvistöðvarinnar á Raufarhöfn. Húsnæðið er í dag nýtt sem áhaldageymsla fyrir áhaldahúsið á Raufarhöfn og þyrfti því samhliða að huga að öðru húsnæði undir tækjabúnað þjónustumiðstöðvar ef af sölu eignarinnar verður.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun lóðar. Þegar niðurstaða liggur fyrir, verður eignin auglýst til sölu.