Tillaga um gróðursetningu í lúpínubreiður
Málsnúmer 202107021
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 367. fundur - 08.07.2021
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu;
Lagt er til að hafist verði handa við gróðursetningu trjáplantna í lúpínubreiður í kringum Húsavík. Verkefnið verði unnið í samstarfi Skógræktarfélag Húsavíkur. Horft verði til ýmissa trjáplantna eins og íslensks birkis og reyniviðar. Málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar og horft verði til þess sérstaklega við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Greinargerð:
Notkun trjá- og runnategunda í landgræðslu hefur aukist undanfarið. Gerðar hafa verið tilraunir á gróðursetningu birkis á a.m.k. fjórum svæðum í landinu í samstarfi ýmissa aðila og gefist vel. Í landi Húsavíkur og kringum Húsavík hafa myndast þéttar lúpínubreiður. Þar eru kjörin skilyrði fyrir gróðursetningu með ákveðnum útfærslum.
Lagt er til að hafist verði handa við gróðursetningu trjáplantna í lúpínubreiður í kringum Húsavík. Verkefnið verði unnið í samstarfi Skógræktarfélag Húsavíkur. Horft verði til ýmissa trjáplantna eins og íslensks birkis og reyniviðar. Málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar og horft verði til þess sérstaklega við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Greinargerð:
Notkun trjá- og runnategunda í landgræðslu hefur aukist undanfarið. Gerðar hafa verið tilraunir á gróðursetningu birkis á a.m.k. fjórum svæðum í landinu í samstarfi ýmissa aðila og gefist vel. Í landi Húsavíkur og kringum Húsavík hafa myndast þéttar lúpínubreiður. Þar eru kjörin skilyrði fyrir gróðursetningu með ákveðnum útfærslum.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 103. fundur - 10.08.2021
Fyrir fundinum liggur tillaga frá Hjálmari Boga um gróðursetningu trjáplantna í lúpínubreiður í kringum Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samtal við Skógræktarfélag Húsavíkur og kanna möguleika á samstarfi um gróðursetningu trjáplantna í lúpínubreiður í landi Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 115. fundur - 14.12.2021
Fyrir fundi liggur samningur um kaup á plöntum til að planta í lúpínubreiður.
Samningurinn hljóðar upp á 540 plöntur á ári í 4. ár plönturnar verða 80-100 cm að hæð.
Tegundaskipting verða 50/50 birki og reynir og verða plönturnar afhentar að vori.
Samningurinn hljóðar upp á 540 plöntur á ári í 4. ár plönturnar verða 80-100 cm að hæð.
Tegundaskipting verða 50/50 birki og reynir og verða plönturnar afhentar að vori.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Hjálmar Bogi óskar bókað;
Gróðursetning sem þessi er góð leið til kolefnisjöfnunar og til samræmis við loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þá væri hægt að bjóða fyrirtækjum, stofnunum og íbúum aðkomu s.s. með því að sjá um valin svæði varðandi gróðursetningu og hirðingu.