Stigi frá hafnarstétt að Garðarsbraut
Málsnúmer 202107047
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 102. fundur - 20.07.2021
Til umræðu er ástand stigans sem liggur niður á miðhafnarsvæðið ofan af Hafnarstétt 19. Stiginn er orðinn hættulegur sökum slaks ástands hans og fyrir liggur að taka ákvörðun um hvort hann verði fjarlægður tímabundið.
Formaður skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að stiganum ofan af þaki Hafnarstéttar 19 og niður á hafnarsvæðið verði lokað að sinni, vegna slysahættu. Málið verði tekið aftur fyrir og ákvörðun um hugsanlega endurbyggingu stigans tekin í ágúst.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 104. fundur - 31.08.2021
Á 102. fundi ráðsins 20. júlí sl. var eftirfarandi bókað: Formaður skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að stiganum ofan af þaki Hafnarstéttar 19 og niður á hafnarsvæðið verði lokað að sinni, vegna slysahættu. Málið verði tekið aftur fyrir og ákvörðun um hugsanlega endurbyggingu stigans tekin í ágúst.
Skipulags- og framkvæmaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í nýjan stiga.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 111. fundur - 09.11.2021
Á 104. fundi ráðsins 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í nýjan stiga.
Fyrir ráðinu liggja tilboð í fjórar útfærslur af stiga.
Fyrir ráðinu liggja tilboð í fjórar útfærslur af stiga.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka lægra tilboði í tveggja metra breiðan timburstiga og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga til samninga við verktakann.