Drög að íbúakönnun um húsnæðismál á Kópaskeri og við Öxarfjörð
Málsnúmer 202107050
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 102. fundur - 20.07.2021
Unnið hefur verið að gerð íbúakönnunar um húsnæðismál á Kópaskeri og nágrenni, í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu leiguhúsnæðis á Kópaskeri, á vegum Bríetar leigufélags. Til fundarins kemur Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir frá Þekkingarneti Þingeyinga til að ræða fyrirhugaða íbúakönnun um húsnæðismál á Kópaskeri og við Öxarfjörð.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Lilju fyrir komuna á fundinn. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að íbúakönnun um húsnæðismál á Kópaskeri og Öxarfirði og óskar eftir því að sveitarstjóri vinni málið áfram í samráði við fulltrúa Þekkingarnetsins. Ráðið leggur til að þessi niðurstaða verði kynnt í byggðarráði.
Byggðarráð Norðurþings - 368. fundur - 22.07.2021
Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Lilju fyrir komuna á fundinn. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að íbúakönnun um húsnæðismál á Kópaskeri og Öxarfirði og óskar eftir því að sveitarstjóri vinni málið áfram í samráði við fulltrúa Þekkingarnetsins. Ráðið leggur til að þessi niðurstaða verði kynnt í byggðarráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Lilju fyrir komuna á fundinn. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að íbúakönnun um húsnæðismál á Kópaskeri og Öxarfirði og óskar eftir því að sveitarstjóri vinni málið áfram í samráði við fulltrúa Þekkingarnetsins. Ráðið leggur til að þessi niðurstaða verði kynnt í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.