Umræður um viðhorfskönnun um hugmyndir að breytingum á aðalskipulagi vegna vindorkugarðs á Hólaheiði
Málsnúmer 202107051
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 102. fundur - 20.07.2021
Til fundarins kemur Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir frá Þekkingarneti Þingeyinga til að ræða útfærslu á fyrirhugaðri viðhorfskönnun meðal íbúa Norðurþings um hugmyndir að breytingum á aðalskipulagi vegna vindorkugarðs á Hólaheiði.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar Lilju Berglind fyrir komuna á fundinn og gagnlegar upplýsingar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman á einn stað á vefsíðu Norðurþings kynningu á hugmyndum að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í tengslum við mögulegan vindorkugarð á Hólaheiði. Ráðið hvetur íbúa Norðurþings og þá sérstaklega þá sem búa í nálægð við mögulegan vindorkugarð að kynna sér hugmyndir að breytingu á aðalskipulagi vel og vandlega. Fyrirhugað er að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal íbúa á áhrifasvæði mögulegs vindorkugarðs í ágúst. Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar fyrirætlunum hverfisráðs Kópaskers um að efna til íbúafundar um málið eftir miðjan ágúst. Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu og undirbúningi viðhorfskönnunar til frekari umræðu og útfærslu í byggðarráði.
Byggðarráð Norðurþings - 368. fundur - 22.07.2021
Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar Lilju Berglind fyrir komuna á fundinn og gagnlegar upplýsingar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman á einn stað á vefsíðu Norðurþings kynningu á hugmyndum að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í tengslum við mögulegan vindorkugarð á Hólaheiði. Ráðið hvetur íbúa Norðurþings og þá sérstaklega þá sem búa í nálægð við mögulegan vindorkugarð að kynna sér hugmyndir að breytingu á aðalskipulagi vel og vandlega. Fyrirhugað er að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal íbúa á áhrifasvæði mögulegs vindorkugarðs í ágúst. Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar fyrirætlunum hverfisráðs Kópaskers um að efna til íbúafundar um málið eftir miðjan ágúst. Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu og undirbúningi viðhorfskönnunar til frekari umræðu og útfærslu í byggðarráði.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar Lilju Berglind fyrir komuna á fundinn og gagnlegar upplýsingar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman á einn stað á vefsíðu Norðurþings kynningu á hugmyndum að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í tengslum við mögulegan vindorkugarð á Hólaheiði. Ráðið hvetur íbúa Norðurþings og þá sérstaklega þá sem búa í nálægð við mögulegan vindorkugarð að kynna sér hugmyndir að breytingu á aðalskipulagi vel og vandlega. Fyrirhugað er að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal íbúa á áhrifasvæði mögulegs vindorkugarðs í ágúst. Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar fyrirætlunum hverfisráðs Kópaskers um að efna til íbúafundar um málið eftir miðjan ágúst. Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu og undirbúningi viðhorfskönnunar til frekari umræðu og útfærslu í byggðarráði.
Byggðarráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs og hvetur íbúa Norðurþings í póstnúmerum 670-676 til að kynna sér hugmyndir að breytingum á aðalskipulagi vandlega og taka þátt í fyrirhugðari viðhorfskönnun.
Kristján Þór víkur af fundi kl. 10:03.
Kristján Þór víkur af fundi kl. 10:03.