Tillaga frá félagi eldri borgara vegna lóðar að Garðarsbraut 44
Málsnúmer 202108056
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 104. fundur - 31.08.2021
Félag eldri borgara á Húsavík óskar þess að sveitarfélagið leiti lausna varðandi staðsetningu spennistöðvar í nágrenni húseignar þeirra að Garðarsbraut 44.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Stangarbakka í vestri, Garðarsbraut í austri, Uppsalavegi í norðri og Þverholti í suðri.