Ósk um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundarhús að Gilsbakka-Gilhaga lóð
Málsnúmer 202108069
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021
Eigendur Laufeyjarlundar í landi Gilsbakka/Gilhaga í Öxarfirði óska eftir heimild til að byggja við og endurbæta frístundahúsið sem stendur á lóðinni. Fyrir liggur teikning af húsinu unnin af Svavari M. Sigurjónssyni. Viðbygging felur í sér lengingu hússins í sama sniði. Húsið er timburhús og klætt að utan með rásuðum krossvið. Eftir stækkun verður húsið 56,1 m² að grunnfleti en er nú skráð 38,1 m². Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna að Kinn í Öxarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hefur borist.