Grunnskóli Raufarhafnar - Viðhald húsnæðis
Málsnúmer 202110014
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 101. fundur - 11.10.2021
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar um viðhald á skólahúsnæðinu.
Fjölskylduráð þakkar Hrund, Olgu og Ingibjörgu fyrir að koma inn á fundinn. Ráðið tekur undir áhyggjur þeirra af húsnæðinu og leggur áherslu á að bregðast þurfi hratt við. Ráðið vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir dagsetningu á framkvæmdum svo hægt sé að tilkynna um úrbætur á athugasemd fjögur til Vinnueftirlitsins. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að gerðar verði þær úrbætur sem til þarf til að mæta þeirri athugasemd sem um ræðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 109. fundur - 19.10.2021
Á 101. fundi fjölskylduráðs komu Hrund, skólastjóri Gunnskóla Raufarhafnar, Olga, fulltrúi starfsfólks og Ingibjörg fulltrúi foreldra. Ráðið tekur undir áhyggjur þeirra af húsnæðinu og leggur áherslu á að bregðast þurfi hratt við. Ráðið vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir dagsetningu á framkvæmdum svo hægt sé að tilkynna um úrbætur á athugasemd fjögur til Vinnueftirlitsins. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að gerðar verði þær úrbætur sem til þarf til að mæta þeirri athugasemd sem um ræðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur sett verkið á rekstraráætlun fyrir árið 2022 og ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skila inn tímasettri áætlun til Vinnueftirlitsins.