Bréf til sveitarstjórna um breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga
Málsnúmer 202110058
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 376. fundur - 21.10.2021
Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir breytingum á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga. Breytingin gerir ráð fyrir að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skulu færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 385. fundur - 27.01.2022
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ný reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk.
Lagt fram til kynningar.