Fara í efni

Akstur leikskólabarna með skólabílum

Málsnúmer 202110066

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 102. fundur - 18.10.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar óskir foreldra og skólastjóra Öxarfjarðarskóla um að leikskólabörnum verði ekið með skólabíl frá Kópaskeri í Öxarfjarðarskóla.
Birna, Aldey, Eiður, Gunnar og Arna Ýr leggja fram eftirfarandi bókun: Fjölskylduráð telur sér ekki fært að bjóða upp á akstur leikskólabarna frá Kópaskeri í Öxafjarðarskóla. Þegar tekin var ákvörðun um að loka leikskólanum á Kópaskeri þar sem ekki fékkst starfsfólk, var foreldrum þeirra barna sem skráð voru í leikskólann á þeim tíma boðinn akstursstyrkur sem verður áfram í boði út þetta skólaár. Sé pláss í skólabílnum og nái foreldrar samkomulagi við rekstraraðila um nýtingu bílsins, setur ráðið sig ekki upp á móti því.

Bylgja Steingrímsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Þar sem þetta er mikið hagsmunarmál fyrir íbúa Kópaskers, hefði ég viljað fela fræðslufulltrúa að fara í þá vinnu að fá heildarkostnað við það að fá stærri bíl á þessari leið og hvort það fáist starfsmaður í bílinn og hvað hann kostar, sem mundi þá bera ábyrgð á þeim leikskólabörnum sem tækju skólabílinn.