Stafræn afgreiðsla fjárhagsaðstoðarumsókna og afgreiðsla
Málsnúmer 202110122
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 123. fundur - 09.08.2022
Félagsþjónustan vinnur að sameiginlegu rafrænu kerfi sveitarfélaganna fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð og vinnslu þeirra. Verkefnið er komið vel á veg og búið að senda vinnslusamninginn við Samband íslenskra sveitarfélaga til yfirlestrar hjá persónuverndrafulltrúa Norðurþings sem sá ekkert til fyrirstöðu við samnninginnk, því hefur hann verið undirritaður og er lagður hér fram til kynningar. Verið er að vinna í næstu skerfum og vonast til að hægt verði að sækja um fjárhagsaðstoð rafrænt af heimasíðu Norðurþings fyrir áramót.
Lagt fram til kynningar.