Ósk um hjólabrettaramp á skólalóð Grunnskóla Raufarhafnar
Málsnúmer 202110143
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 103. fundur - 01.11.2021
Nemendur í Raufarhafnarskóla óska eftir hjólabrettarampi á skólalóð Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna verð á hjólabrettarampi og leggja fyrir ráðið aftur.
Fjölskylduráð - 107. fundur - 29.11.2021
Fjölskylduráð fjallaði um ósk nemenda í Raufarhafnarskóla varðandi kaup á hjólabrettarampi á skólalóðina á 103. fundi ráðsins. Þar fól ráðið íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna verð og leggja fyrir ráðið að nýju. Nú liggur fyrir kostnaður vegna hjólabrettaramps. Fyrir fjölskylduráði liggur að taka afstöðu til erindisins.
Fjölskylduráð þakkar nemendum Raufarhafnarskóla fyrir erindið. Ráðið hefur nú fengið upplýsingar um verð á hjólabrettaramp en því miður verður ekki hægt að koma því fyrir í fjárhagsáætlun 2022.