Stofnframlag ríkisins - Samkomulag um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann
Málsnúmer 202111182
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 381. fundur - 02.12.2021
Borist hefur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem vakin er athygli þeirra sem áður hafa fengið úthlutað stofnframlagi frá ríki og sveitarfélagi á heimild HMS til að gera samkomulag við þá aðila um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann til allt að þriggja ára í senn. Heimild til að gera samkomulag af þessu tagi er í 9. mgr. 11. gr. laga um almennar íbúðir eins og ákvæðinu var breytt með lögum nr. 148/2019.
Óskað er eftir því að þeir stofnframlagshafar sem sækjast eftir því að gera samkomulag af því tagi sem að framan greinir hafi samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eigi síðar en 13. desember 2021.
Óskað er eftir því að þeir stofnframlagshafar sem sækjast eftir því að gera samkomulag af því tagi sem að framan greinir hafi samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eigi síðar en 13. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.