Ósk um samþykki fyrir byggingu út fyrir byggingarreit að Hraunholti 1
Málsnúmer 202112066
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 115. fundur - 14.12.2021
Hjörvar Jónmundsson óskar eftir heimild til að byggja lítillega út fyrir byggingarreit lóðarinnar að Hraunholti 1. Fyrir liggja drög að teikningu íbúðarhúss og frístandandi bílskúrs á lóðinni. Frávikið felst í því að húsið gengi allt að 1,7 m út fyrir byggingarreit til vesturs að Langholti.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að frávikið frá gildandi deiliskipulagi sé óverulegt og hafi ekki áhrif á aðrar lóðir svæðisins. Ráðið felst því því á að bygging gangi út fyrir byggingarreit til samræmis við framlagða hugmynd.