Samkomulag Golfklúbbs Húsavíkur og Norðurþings um uppbyggingu golfskála.
Málsnúmer 202112083
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 423. fundur - 09.03.2023
Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Golfklúbbi Húsavíkur um breytingu á greiðslufyrirkomulagi samnings frá 17. desember 2021 um uppbyggingu nýrrar golf- og frístundaaðstöðu, auk samgöngutenginga við Katlavöll á Húsavík. Samkvæmt samkomulagi skal greiða síðustu greiðslu árið 2024 en félagið óskar eftir að fá þá greiðslu frá sveitarfélaginu árið 2023.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni frá Golfklúbb Húsavíkur um breytingu á greiðslufyrirkomulagi.