Minnisblað um stöðuna á áformum Íslandsþara ehf um uppbyggingu fyrirtækisins á Húsavík
Málsnúmer 202201035
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 384. fundur - 13.01.2022
Til kynningar í byggðarráði er minnisblað frá framkvæmdastjóra Íslandsþara ehf, Colin Hepburn sem inniheldur upplýsingar um stöðu verkefnisins. Í því kemur fram að unnið sé að skýrslu um áhrif starfsemi Íslandsþara ehf á næsta nágrenni fyrirtækisins, komi til þess að félaginu verði úthlutuð lóð á Húsavík.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með frumkvæði Íslandsþara ehf. að gerð upplýsingaskýrslu um umhverfis- og samfélagsleg áhrif sem leiða má líkum að starfsemi fyrirtækisins á Húsavík geti leitt af sér. Í skýrslunni mun m.a. koma fram samantekt er varðar umhverfisstefnu fyrirtækisins og framleiðsluferla, t.a.m. vöktun og stjórn fyrirtækisins á úrgangsstraumum þess. Það er mat byggðarráðs að verkefnið eins og það hefur verið kynnt hafi alla burði til þess að styrkja atvinnulífið á svæðinu, fjölga áhugaverðum störfum í samfélaginu og stuðla að sjálfbærri skynsamlegri auðlindanýtingu.