Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Málsnúmer 202202111
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022
Vatnajökulsþjóðgarður kynnir nú verkefnislýsingu fyrir gerð viðauka við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir þau svæði sem bæst hafa við á hálendi norðursvæðis undanfarin ár. Þetta eru annarsvegar Herðubreið, Herðubreiðarlindir og hluti Ódáðahrauns og hinsvegar austurafrétt Bárðdæla. Verkefnalýsingin er opin til umsagnar til 9. maí n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.