Ytri hafnarmörk - fyrirspurn til aðildarhafna
Málsnúmer 202203041
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 121. fundur - 08.03.2022
Á 442. stjórnarfundi Hafnasambands Íslands, sem var haldinn 18. febrúar sl., var fjallað um
áform um breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Breytingin sem um ræðir hljóðar svo:
„Hafnarsvæði nær til ystu marka varanlegra hafnarmannvirkja sem eru óaðskiljanlegur hluti hafnarinnar, eða til þeirra marka sem helgast af náttúrulegum landfræðilegum þáttum er skýla vogum og víkum eða svipuðum skýldum svæðum. Við afmörkun hafnarsvæða skal jafnframt
horft til lóðspunkta og annarra svæða sem tengjast starfsemi hafnar.“
Mikilvægt er fyrir stjórn hafnasambandsins að hafa þessar upplýsingar til að sjá
heildarstöðuna því aðstæður geta verið og eru ólíkar og ekki vit í því að taka þessa umræðu
við ráðuneyti og þing fyrr en þessi gögn liggja fyrir frá aðildarhöfnum.
Stjórn hafnasambandsins óskar því eftir að aðildarhafnir farir yfir og skoði hvaða áhrif eftirfarandi breyting á skilgreiningu hafnarsvæðis hafi á viðkomandi hafnasjóð.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til kynningar svör hafnarstjóra við fyrirspurnum stjórnar Hafnarsambands Íslands.
áform um breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Breytingin sem um ræðir hljóðar svo:
„Hafnarsvæði nær til ystu marka varanlegra hafnarmannvirkja sem eru óaðskiljanlegur hluti hafnarinnar, eða til þeirra marka sem helgast af náttúrulegum landfræðilegum þáttum er skýla vogum og víkum eða svipuðum skýldum svæðum. Við afmörkun hafnarsvæða skal jafnframt
horft til lóðspunkta og annarra svæða sem tengjast starfsemi hafnar.“
Mikilvægt er fyrir stjórn hafnasambandsins að hafa þessar upplýsingar til að sjá
heildarstöðuna því aðstæður geta verið og eru ólíkar og ekki vit í því að taka þessa umræðu
við ráðuneyti og þing fyrr en þessi gögn liggja fyrir frá aðildarhöfnum.
Stjórn hafnasambandsins óskar því eftir að aðildarhafnir farir yfir og skoði hvaða áhrif eftirfarandi breyting á skilgreiningu hafnarsvæðis hafi á viðkomandi hafnasjóð.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til kynningar svör hafnarstjóra við fyrirspurnum stjórnar Hafnarsambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.