Veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2022
Málsnúmer 202204023
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 124. fundur - 12.04.2022
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um gjald og breytt fyrirkomulag á silungsveiði í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2022.
Breyting á fyrirkomulagi er eftirfarandi:
-Umsækjendur þurfa að hafa lögheimili innan Norðurþings til þess að geta sótt um veiðileyfi.
-Umsækjendur hafa 5 virka daga til þess að sækja veiðileyfi eftir að því hefur verið úthlutað.
Gjaldið fyrir hvert veiðileyfi árið 2022, er óbreytt, 12.000,-