Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 2022
Málsnúmer 202204043
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 394. fundur - 13.04.2022
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn, vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.
Að breyttum kosningalögum, sbr. 69. gr. l. nr. 112/2021, er framkvæmdinni nú lýst svo:
"Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram: [?] Í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skal sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra, sem getur verið starfsmaður sveitarfélags, til þess að annast atkvæðagreiðslu. Heimilt er að ósk sveitarfélags að slíkur kjörstaður sé hreyfanlegur, enda sé jafnræðis gætt við veitingu þeirrar þjónustu."
Að breyttum kosningalögum, sbr. 69. gr. l. nr. 112/2021, er framkvæmdinni nú lýst svo:
"Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram: [?] Í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skal sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra, sem getur verið starfsmaður sveitarfélags, til þess að annast atkvæðagreiðslu. Heimilt er að ósk sveitarfélags að slíkur kjörstaður sé hreyfanlegur, enda sé jafnræðis gætt við veitingu þeirrar þjónustu."
Byggðarráð staðfestir að vilji er til áframhaldandi samstarfs vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn, vegna sveitarstjórnarkosninga 2022. Sveitarstjóra falið að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn.