Athugasemdir vegna fyrirhugaðs flutnings Borgarinnar í Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202204121
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 117. fundur - 02.05.2022
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Júlíu Margrétar Birgisdóttur um málefni frístundar fyrir fatlaða.
Ákvörðun var tekin að breyta ekki góðu starfi í Borginni. Ráðið leggur áherslu á að nýtt frístundarhúsnæði fyrir öll börn í 1.-4. bekk, verði tilbúið sem allra fyrst. Gert er ráð fyrir að nýtt húsnæði muni einnig hýsa starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir öll börn 5.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar.
Áfram verður horft til þess að Námsver í Borgarhólsskóla verði endurnýjað þar sem þjónusta fyrir börn með sértækar stuðingsþarfir fer m.a. fram.
Ekki er búið að taka ákvörðun um að starfrækja frístund fyrir öll börn í 5.-10. bekk, horft er til þess að nýtt frístundahús megi stækka og byggja við þannig að þjónusta megi þannig úrræði síðar meir.
Ráðið horfir til þess að á næstu þremur árum verði tekinn í notkun nýr íbúðakjarni fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem gerir okkur auðvelt um vik að halda Borginni óbreyttri í Sólbrekku.