Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2022-2023
Málsnúmer 202204122
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 118. fundur - 09.05.2022
Skóladagatal Borgarhólsskóla og Frístundar fyrir skólaárið 2022-2023 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Borgarhólsskóla og Frístundar fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagatölin munu birtast á vefsíðu skólans.
Fjölskylduráð - 134. fundur - 15.11.2022
Skólastjóri Borgarhólsskóla óskar eftir breytingu á skóladagatali Frístundar. Óskað er eftir að hafa Frístund lokaða milli jóla- og nýárs sem og í Dymbilvikunni 2023.
Fjölskylduráð hafnar ósk um breytingu á skóladagatali Frístundar. Ráðið leggur til að verði sami háttur á og undanfarin ár að um sérskráningu verði að ræða.
Fjölskylduráð - 150. fundur - 25.04.2023
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ósk um breytingu á starfsdagatali Frístundar vegna sumarstarfsemi Frístundar í Borgarhólsskóla.
Óskað er eftir því að lokað verði í Frístund 2. júní til að undirbúa sumarstarf Frístundar í Borgarhólsskóla.
Óskað er eftir því að lokað verði í Frístund 2. júní til að undirbúa sumarstarf Frístundar í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir breytingu á starfsdagatali frístundar sem felur í sér lokun frístundar föstudaginn 2. júní vegna flutnings á aðstöðu frístundar í húsnæði Borgarhólsskóla þar sem sumarfrístund mun hafa aðsetur á komandi sumri. Sumarfrístund hefst mánudaginn 5. júní samkvæmt auglýstri dagskrá.