Öxarfjarðarskóli - Námskeið í teymisvinnu
Málsnúmer 202206016
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 119. fundur - 07.06.2022
Skólastjóri Öxarfjarðarskóla kynnir fyrirhugað námskeið á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um teymisvinnu. Fyrir fjölskylduráði liggur að taka afstöðu til beiðni skólastjóra um fjárveitingu vegna námskeiðsins.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni skólastjóra Öxarfjarðarskóla og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2023.