Fyrirspurn vegna gjaldheimtu kattaleyfis
Málsnúmer 202206071
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022
Guðný María Waage óskar eftir við nefndina að kattarleyfisgjald verði endurskoðað.
Þar sem gjaldskrá fyrir leyfisgjald vegna hunda- og kattahalds endurspeglar raunkostnað við umhirðu þeirra, stendur ekki til að endurskoða gjaldskrána að svo stöddu. Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur hunda- og kattaeigendur til að sækja um endurgreiðslu á dýralæknakostnaði vegna ormahreinsunar og bólusetningar dýranna.