Fara í efni

Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum - Grænbók

Málsnúmer 202206085

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 399. fundur - 23.06.2022

Byggðarráði barst meðfylgjandi erindi frá innviðaráðuneyti.

Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana.

Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur.
Grænbókum er ætlað að leggja grunn að stöðumati helstu lögbundinna verkefna og annarra helstu viðfangsefna sveitarfélagsins, greiningu áskorana, valkosta og tækifæra í uppfærslu stefnumótunar stjórnvalda á þessum sviðum.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að veita innviðaráðuneytinu umbeðnar upplýsingar.