Leyfi til sölu áfengis að Héðinsbraut 4 á Húsavík.
Málsnúmer 202207015
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 402. fundur - 04.08.2022
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Donda ehf.
Norðurþingi hefur borist meðfylgjandi erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi. Erindið er sent á grunni reglugerðar nr. 800/2022. Norðurþingi er ætlað að afla umsagnar heilbrigðiseftirlits og eldvarnareftirlits áður en sveitarfélagið veitir sýslumanni umsögn. Þetta er nýmæli í umsagnarferli sem enn sem komið er fylgir eingöngu reglugerð nr. 800/2022 um sölu áfengis á framleiðslustað.
Athygli skal vakin á því að skv. ofangreindri reglugerð skal afgreiðslutími áfengis á þessum grunni vera innan tímarammans 8:00-23:00 og óheimil á tilteknum tillidögum.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá heilbrigðis og eldvarnareftirliti.
Norðurþingi hefur borist meðfylgjandi erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi. Erindið er sent á grunni reglugerðar nr. 800/2022. Norðurþingi er ætlað að afla umsagnar heilbrigðiseftirlits og eldvarnareftirlits áður en sveitarfélagið veitir sýslumanni umsögn. Þetta er nýmæli í umsagnarferli sem enn sem komið er fylgir eingöngu reglugerð nr. 800/2022 um sölu áfengis á framleiðslustað.
Athygli skal vakin á því að skv. ofangreindri reglugerð skal afgreiðslutími áfengis á þessum grunni vera innan tímarammans 8:00-23:00 og óheimil á tilteknum tillidögum.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá heilbrigðis og eldvarnareftirliti.
Byggðarráð veitti sína umsögn og samþykkti fyrir sína hönd þann 14. júlí sl.