Víkurraf ehf.óskar eftir umsögn vegna lóðar á Höfða
Málsnúmer 202208001
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022
Víkurraf ehf. óskar umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs um stofnun sjálfstæðrar lóðar Höfða 8a úr lóð Höfða 8 skv. deiliskipulagi Höfða á Húsavík. Víkurraf hefur áhuga á að reisa sér hentugt húsnæði undir sína starfsemi og telur hluta lóðar Höfða 8 henta undir fyrirhugaða uppbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem fæli í sér að lóðinni að Höfða 8 verði skipt upp í tvær lóðir, Höfða 8a og 8b.