Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Drafnargötu 1
Málsnúmer 202208002
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022
Gluggagerðin, f.h. lóðarhafa, óskar byggingarleyfis fyrir parhúsi að Drafnargötu 1 á Kópaskeri. Húsið er hefðbundið timburhús, 194 m² að grunnfleti sem skiptist jafnt á tvær íbúðir. Húsið er teiknað af Halldóri Þór Arnarsyni byggingarfræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.