Útilistaverk á Raufarhöfn
Málsnúmer 202208058
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 125. fundur - 30.08.2022
Félag eldri borgara á Raufarhöfn vill vekja athygli á tveimur listaverkum á Raufarhöfn sem þarfnast skráningar og umsjónar.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að komast að því hver á listaverkið Síldarstúlkuna sem staðsett er á Raufarhöfn. Ráðið tekur jákvætt í að þiggja listaverkið Drekann að gjöf en vísar erindinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Byggðarráð Norðurþings - 406. fundur - 08.09.2022
Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 125. fundi í fjölskylduráðifrá 30.08.2022; Fjölskylduráð tekur jákvætt í að þiggja listaverkið Drekann að gjöf en vísar erindinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að þiggja listaverkið Drekann að gjöf og koma honum upp við höfnina á Raufarhöfn þar sem boðin hefur verið fram staðsetning fyrir listaverkið.