Starfshópur um tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku
Málsnúmer 202208077
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 405. fundur - 01.09.2022
Með skipunarbréfi dags. 11. júlí sl. voru Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, Björt Ólafsdóttir fyrrv. ráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrv. alþingismaður skipuð í starfshóp til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku.
Sveitarfélögum býðst að senda sjónarmið sín varðandi nýtingu vindorku á Íslandi til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Þess er óskað að sjónarmið verði send skriflega í ofangreint netfang fyrir 30. september n.k.
Sveitarfélögum býðst að senda sjónarmið sín varðandi nýtingu vindorku á Íslandi til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Þess er óskað að sjónarmið verði send skriflega í ofangreint netfang fyrir 30. september n.k.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman sjónarmið Norðurþings varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022
Á 405. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman sjónarmið Norðurþings varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman sjónarmið Norðurþings varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Til máls tóku: Katrín, Aldey, Hafrún og Áki.
Lagt fram.
Lagt fram.