Lóðir á suðurfyllingu Húsavíkurhafnar
Málsnúmer 202208101
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 132. fundur - 30.08.2022
Á fundi sínum þann 26. apríl 2016 úthlutaði sveitarstjórn fimm lóðum á suðurfyllingu Húsavíkurhafnar. Aðeins ein lóðanna hefur verið byggð upp en hinar fjórar urðu ekki endanlega byggingarhæfar fyrr en s.l. vetur. Lóðarhöfum hefur ekki verið tilkynnt formlega um stöðu þeirra. Tvær óbyggðu lóðanna eru á forsjá skipulags- og framkvæmdaráðs, en hinar tvær tilheyra hafnarsvæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lóðarhöfum stöðu lóðanna tveggja sem eru á forræði ráðsins og gefa þeim hefðbundinn frest til að leggja fram teikningar af byggingum á lóðirnar og hefja framkvæmdir.