Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs
Málsnúmer 202208126
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 133. fundur - 13.09.2022
Efla, f.h. Landsnets, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna lagningar jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu. Skipulagslýsingin er sameiginleg fyrir breytingar á aðalskipulögum Norðurþings 2010-2030 og Þingeyjarsveitar 2010-2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga, eins og hún var lögð fyrir.
Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022
Á 133. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga, eins og hún var lögð fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga, eins og hún var lögð fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 138. fundur - 08.11.2022
Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
1. Minjastofnun telur ekki tilefni til endurskoðunar fornleifaskráningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Afstaða minja og línulagna verður skoðuð betur þegar Minjastofnun fær verkefnið til umsagnar á síðari stigum skipulagsverkefnisins.
2. Náttúrufræðistofnun mun veita umsögn um aðalskipulagsbreytinguna þegar hún verður til kynningar en bendir á þessu stigi á umsögn stofnunarinnar til Skipulagsstofnunar, dags. 1. september 2022, um matsskyldu framkvæmdarinnar.
3. Umhverfisstofnun telur að á vissum svæðum í bæði Norðurþingi og Þingeyjarsveit hefði upphafleg áætlun um styrkingar Kópaskerslínu með stálmöstrum verið betri kostur umhverfislega en jarðstrengur sem nú er fyrirhugaður. Stofnunin telur betra að færa strengleið af Presthólahrauni í laus jarðlög utan við hraunið.
4. Skipulagsstofnun bendir á að í greinargerð tillögunnar þarf að gera grein fyrir því hvaða brýnu samfélagshagsmunir réttlæta röskun Skildingahrauns. Auk þess þarf að gera grein fyrir öðrum valkostum sem skoðaðir hafa verið fyrir lagningu jarðstrengs og hvers vegna þeir koma ekki til álita.
5.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur að framkvæmdin eins og henni er lýst geri nægjanlega grein fyrir efnisþáttum.
1. Minjastofnun telur ekki tilefni til endurskoðunar fornleifaskráningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Afstaða minja og línulagna verður skoðuð betur þegar Minjastofnun fær verkefnið til umsagnar á síðari stigum skipulagsverkefnisins.
2. Náttúrufræðistofnun mun veita umsögn um aðalskipulagsbreytinguna þegar hún verður til kynningar en bendir á þessu stigi á umsögn stofnunarinnar til Skipulagsstofnunar, dags. 1. september 2022, um matsskyldu framkvæmdarinnar.
3. Umhverfisstofnun telur að á vissum svæðum í bæði Norðurþingi og Þingeyjarsveit hefði upphafleg áætlun um styrkingar Kópaskerslínu með stálmöstrum verið betri kostur umhverfislega en jarðstrengur sem nú er fyrirhugaður. Stofnunin telur betra að færa strengleið af Presthólahrauni í laus jarðlög utan við hraunið.
4. Skipulagsstofnun bendir á að í greinargerð tillögunnar þarf að gera grein fyrir því hvaða brýnu samfélagshagsmunir réttlæta röskun Skildingahrauns. Auk þess þarf að gera grein fyrir öðrum valkostum sem skoðaðir hafa verið fyrir lagningu jarðstrengs og hvers vegna þeir koma ekki til álita.
5.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur að framkvæmdin eins og henni er lýst geri nægjanlega grein fyrir efnisþáttum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma umsögnunum til skipulagsráðgjafa til nánari úrvinnslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 140. fundur - 22.11.2022
Fyrir liggur tillaga frá Eflu verkfræðistofu að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðs jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022
Á 140. fundi skipluags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tóku: Soffía og Eiður.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 145. fundur - 31.01.2023
Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna jarðstrengs. Umsagnir bárust frá 1. Náttúrufræðistofnun, 2. Umhverfisstofnun, 3. Minjastofnun, 4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), 5. Skipulagsstofnun og 6. Þingeyjarsveit.
1.1. Náttúrufræðistofnun ítrekar fyrri ábendingu um að við framkvæmdir verði að gæta þess að ekki berist framandi plöntutegundir með aðfluttu efni.
1.2. Náttúrufræðistofnun ítrekar einnig mikilvægi þess að forðast allt óþarfa rask á hrauninu og gróðri svæðisins við framkvæmdir.
2.1. Umhverfisstofnun telur að almennt eigi að skoða vandlega hvort heppilegt sé að láta eldri línur og slóðir ráða legu nýrra jarðstrengja en gerir þó ekki athugasemd við þessa tilteknu framkvæmd.
3.1. Minjastofnun telur ekki þörf á endurskoðun fornleifaskráningar vegna þessarar framkvæmdar. Afstaða minja og línulagna verður skoðuð betur þegar Minjastofnun fær verkefnið inn til umsagnar á síðari stigum skipulagsferlis eða þegar framkvæmdarleyfi kemur til umsagnar.
4.1. HNE gerir kröfur til að vélknúin tæki eins og beltagröfur og dráttarvélar sem notaðar verði við framkvæmdir verði í fullkomnu lagi og yfirfarin af Vinnueftirliti áður en viðkomandi tæki verði notuð til framkvæmdanna.
Skipulagsstofnun og Þingeyjarsveit gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
1.1. Náttúrufræðistofnun ítrekar fyrri ábendingu um að við framkvæmdir verði að gæta þess að ekki berist framandi plöntutegundir með aðfluttu efni.
1.2. Náttúrufræðistofnun ítrekar einnig mikilvægi þess að forðast allt óþarfa rask á hrauninu og gróðri svæðisins við framkvæmdir.
2.1. Umhverfisstofnun telur að almennt eigi að skoða vandlega hvort heppilegt sé að láta eldri línur og slóðir ráða legu nýrra jarðstrengja en gerir þó ekki athugasemd við þessa tilteknu framkvæmd.
3.1. Minjastofnun telur ekki þörf á endurskoðun fornleifaskráningar vegna þessarar framkvæmdar. Afstaða minja og línulagna verður skoðuð betur þegar Minjastofnun fær verkefnið inn til umsagnar á síðari stigum skipulagsferlis eða þegar framkvæmdarleyfi kemur til umsagnar.
4.1. HNE gerir kröfur til að vélknúin tæki eins og beltagröfur og dráttarvélar sem notaðar verði við framkvæmdir verði í fullkomnu lagi og yfirfarin af Vinnueftirliti áður en viðkomandi tæki verði notuð til framkvæmdanna.
Skipulagsstofnun og Þingeyjarsveit gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Ábendingar sem bárust lúta að afgreiðslu framkvæmdaleyfis fremur en skipulagsbreytingunni sem slíkri. Ráðið telur að athugasemdirnar gefi ekki tilefni til að breyta skipulagstillögunni og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 131. fundur - 16.02.2023
Á 145. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Ábendingar sem bárust lúta að afgreiðslu framkvæmdaleyfis fremur en skipulagsbreytingunni sem slíkri. Ráðið telur að athugasemdirnar gefi ekki tilefni til að breyta skipulagstillögunni og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsbreytingarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Ábendingar sem bárust lúta að afgreiðslu framkvæmdaleyfis fremur en skipulagsbreytingunni sem slíkri. Ráðið telur að athugasemdirnar gefi ekki tilefni til að breyta skipulagstillögunni og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.