Ósk um úthlutun lóðar undir hótel og fimm skála við Golfvöllinn á Húsavík
Málsnúmer 202209033
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 133. fundur - 13.09.2022
Góð hótel ehf. óska eftir lóð B á deiliskipulagi V3 við golfvöllinn á Húsavík undir uppbyggingu hótels. Ætlunin er að reisa á lóðinni tveggja hæða hótel með allt að 60 herbergjum auk fimm gistiskála til samræmis við heimildir í deiliskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Góðum hótelum ehf. verði úthlutað lóðinni.
Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022
Á 133. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Góðum hótelum ehf. verði úthlutað lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Góðum hótelum ehf. verði úthlutað lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.