Kolefnisbindingarskógrækt við Saltvík
Málsnúmer 202211096
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 140. fundur - 22.11.2022
Á 127. fundi sveitarstjórnar vísaði sveitarstjórn til baka tillögu ráðsins að úthlutun lands til Kolviðar sunnan Saltvíkur. Sveitarstjórn óskaði eftir að ráðið skoðaði hvaða aðrir aðilar væru tilbúnir til samstarfs um svæðið, hvers kyns skóg ráðið vill á svæðinu og hvort önnur svæði henti etv. betur undir skógrækt. Skipulagsráð hefur horft til þess að skógrækt á umræddu svæði myndi skýla byggð og þjóðvegi við Saltvík auk þeirrar kolefnisbindingar sem horft er til við ræktunina. Ráðið hefur horft til blandskógræktar með gott útivistargildi til samræmis við aðra skógrækt við Húsavík. Við skipulagningu skógræktar verði horft til þess að hindra ekki útsýni af þjóðvegi til fjalla Flateyjarskaga. Fyrir liggja hugmyndir Kolviðar annarsvegar og hinsvegar Yggdrasils Carbon varðandi samning um land til skógræktar. Báðir aðilar horfa til blandaðrar skógræktar þar sem horft verði til stafafuru, sitkagrenis, lerkis, birkis og alaskaaspar. Val trjátegunda og hlutföll verði nánar ákvörðuð í ræktunaráætlun fyrir svæðið. Báðir aðilar eru reiðubúnir til þátttöku í girðingarkostnaði til beitarfriðunar svæðisins. Kolviður óskar samnings til 55 ára en Yggdrasill óskar samnings til 50 ára. Yggdrasill miðar við að leigugreiðslur vegna lands verði í formi vottaðra kolefniseininga, en Kolviður gerir hinsvegar ekki ráð fyrir reglulegum leigugreiðslum. Í lok samningstíma verði landeigandi eigandi skógarins, sama við hvorn aðila samið væri.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.