Vilyrði fyrir úthlutun á lóð.
Málsnúmer 202211110
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Arctic Adventures hf. sem óskar eftir vilyrði fyrir úthlutun á lóð, 21.256 m² lóð undir allt að 120 herbergja hótelbyggingu norðan við Sjóböðin á Höfða.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hefja viðræður við forsvarsfólk Arctic Adventures hf.