Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSH - 2023
Málsnúmer 202211134
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Brú lífeyrissjóði.
Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs 23. nóvember 2022 var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 17. nóvember sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2023 verði óbreytt frá fyrra ári eða 72%.
Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs 23. nóvember 2022 var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 17. nóvember sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2023 verði óbreytt frá fyrra ári eða 72%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu tryggingastærðfræðings sjóðsins, vegna endurgreiðsluhlutfalls réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.