Frumhagkvæmnimat líforkuvers í Eyjafirði
Málsnúmer 202212082
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 417. fundur - 12.01.2023
Fyrir byggðarráði liggur lokaútgáfa frumhagkvæmnimats líforkuvers í Eyjafirði sem unnin var af Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Vistorku og ráðgjöfum fyrir hönd sveitarfélaganna innan SSNE.
Fyrirhugaður er kynningarfundur verkefnastjóra með sveitarstjórn verður síðar í janúar þar sem tekin verður umræða um áframhaldandi vinnu vegna verkefnisins.
Fyrirhugaður er kynningarfundur verkefnastjóra með sveitarstjórn verður síðar í janúar þar sem tekin verður umræða um áframhaldandi vinnu vegna verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023
Fyrir byggðarráði liggja drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði sem óskað er eftir að sveitarfélögin taki afstöðu til hvort þau séu tilbúin til að standa að.
Varðandi kostnað þann sem yrði á hendi sveitarfélaganna í þessu skrefi, þá hefur stjórn SSNE ákveðið að leggja til að þetta verði hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar og verður því vonandi fjármagnað í gegnum þann farveg.
Varðandi kostnað þann sem yrði á hendi sveitarfélaganna í þessu skrefi, þá hefur stjórn SSNE ákveðið að leggja til að þetta verði hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar og verður því vonandi fjármagnað í gegnum þann farveg.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að undirrita hana.