Yfirlýsing frá Fonti, félagi smábátaeigenda vegna úthlutunar byggðarkvóta 2022/2023.
Málsnúmer 202301024
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 417. fundur - 12.01.2023
Byggðarráði hefur borist erindi frá Fonti, félagi smábátaeigenda. Þess er óskað að sveitarfélagið fari þess á leit við matvælaráðuneytið að felld verði niður löndunarskylda til vinnslu í heimabyggð með hrognkelsi fiskveiðiárið 2022/2023 og landanir hrognkelsa verði teknar til viðmiðunar vegna byggðarkvóta sem úthlutað verður.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessari áskorun til matvælaráðuneytisins.
Hjálmar Bogi óskar bókað að hann taki ekki undir áskorun byggðarráðs.