Ósk um stofnun lóðar út úr Klifshaga 1
Málsnúmer 202302009
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 146. fundur - 07.02.2023
Félagsbúið Sandfellshaga óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhús og útihús jarðarinnar Klifshaga 1. Ný lóð fengi heitið Klifshagi 4. Lóðin er 5,59 ha að flatarmáli. Erindi fylgir hnitsett lóðarmynd sem unnin er af Borgari Páli Bragasyni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti hennar verði samþykkt.
Sveitarstjórn Norðurþings - 131. fundur - 16.02.2023
Á 146. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti hennar verði samþykkt.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti hennar verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.